Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum fréttum. Í þætti vikunnar er rýnt í bandarísku þingkosningarnar. Miklar líkur eru á að Demókratar hrifsi til sín völdin í fulltrúadeildinni en það myndi hafa umtalsverð áhrif á næstu tvö ár hjá Bandaríkjaforseta. Farið er yfir stöðuna í þinginu, helstu baráttumál og mögulegar afleiðingar hatursglæpa undanfarinna vikna á niðurstöður kosninganna. Einnig er litið á stöðu mála í Brasilíu en öfgamaðurinn Bolsonaro var kjörinn forseti landsins í vikunni. Þá hefur Merkel, Þýskalandskanslari, staðfest að hún ætlar ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur árið 2021. Tilkynning Merkel er gerð að umfjöllunarefni.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.
↧