Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Kvikan – Staða Samherjamálsins, banki á breytingaskeiði og umdeilt fjölmiðlafrumvarp

$
0
0
Í þætti vikunnar er fjallað um banka á breytingaskeiði, stöðu Samherjamálsins hér á landi, sem og í Namibíu, og hið marg­fræga fjöl­miðla­frum­varp. Arion banki stendur um þessar mundir í umfangsmikilli endurskipulagningu á rekstri sínum og er bankinn að draga verulega úr umsvifum sínum. Í því felst að takmarka verulega útlán sín, fækka starfsfólki hratt og borga út eins mikið af eigin fé sínu til eigenda og hann kemst upp með, á sem skemmstum tíma. Greint var frá því í gær að fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namibíu, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, og þrír aðrir hefðu verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­ónir namibískra doll­ara, jafn­virði 860 millj­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­sóttan kvóta í Namibíu. Sexmenningarnir drógu jafnframt beiðni sína um lausn úr haldi gegn trygg­ingu til baka í gær og verða þeir því áfram í gæslu­varð­haldi til 20. febr­­úar næst­kom­andi. En hvar standa málin hér á landi? Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að afgreiða út úr þingflokknum frumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Samþykktin var þó með ýmsum fyrirvörum meðal annars þess að tekið yrði á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Nú er frumvarpið því loks að komast í þinglega meðferð en Lilja hefur lagt mikla áherslu á gildistaka frumvarpsins sé frá 1. janúar 2020. Birna Stefánsdóttir stýrir þættinum að venju og með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066