Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Kvikan – Sameining DV og Fréttablaðsins, stórsigur Borisar og vendingar í Samherjamálinu

$
0
0
Í þætti vikunnar er farið yfir stórsigur breska Íhaldsflokksins, sameiningu DV og Fréttablaðsins, vendingar í Samherjamálinu og þinglok. Íhalds­flokk­urinn sigraði með afgerandi hætti í bresku þingkosningunum í síðustu viku. Flokk­ur­inn hlaut 365 þing­menn og hef­ur 80 þing­manna meiri­hluta, þann mesta sem flokk­ur­inn hef­ur haft frá þriðju kosn­ing­um Margaret Thatcher árið 1987. Að sama skapi hlaut Verka­manna­flokk­ur­inn sína verstu út­reið í ára­tugi. Greint var frá því í síðustu viku að Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins og Hringbrautar, hefði keypt DV. Samningurinn er þó með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins en verði af sameiningunni verður þar á ferð eini fjölmiðill landsins sem heldur úti prent-, net- og sjónvarpsmiðli. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, sagði í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í síðustu viku að hann efaðist um að nokkrar mútu­greiðslur hefðu átt sér stað eða að fyrirtækið væri eða hefði verið flækt í nokkuð ólög­mætt. Þá sagði Björgólfur jafnframt að Jóhannes Stef­áns­son, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu fram á mitt ár 2016 og upp­ljóstr­aði um við­skipta­hætti fyr­ir­tæk­is­ins þar, hefði verið einn að verki þegar kom að þeim greiðslum sem stæð­ust ekki skoð­un. Þing­flokks­for­menn á Alþingi komust að sam­komu­lagi um þing­lok í lok síðustu viku. Sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera á föstudaginn, það náði þó ekki fram að ganga og sömdu þingmennirnir að síðasti dagur þingsins yrði í dag, þriðjudag. Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum í dag og með henni að venju eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066