Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?

$
0
0
Árið er 538 og búddisminn er á leiðinni til Japans. Ekki í för með trúboðum, heldur opinberum sendimönnum frá örvæntingarfullu smáríki á Kóreuskaganum sem býður þetta hernaðarleyndarmál, þennan helgidóm, í skiptum fyrir aðstoð. Í áraraðir hefur Mononobe ættin tryggt hlutleysi Japans í stríðum kóreuskagans, enda ber ættbálkurinn höfuðábyrgð á vopnaframleiðslu konungrsíkisins og lítur á þetta sem óþarfa aukakostnað að halda út í óþarfa ævintýri í fjarlægu landi. Þar að auki grefur boðskapur búddismans undan virðingarstöðu þeirra gömlu ætta sem rekja sig til Shinto-goðanna, eins og Mononobe ættin gerir. Hún óttast að þessar sérkennilegu hugmyndir fái jafnvel goðin til að reiðast. En ekki allir sjá þetta sömu augum. Ungur ættbálkur með kóreskan uppruna sér í þessu tækifæri til að ná völdum í þessum hluta Austur-Asíu. Nú er Kuml-tímabilinu lokið og Asuka-tímabilið hefst, fyrsta blómaskeið búddisma í Japans.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066