Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Raddir margbreytileikans – 19. þáttur: Að veiða úlfa

$
0
0
Gestur vikunnar í mannfræðihlaðvarpinu Raddir Margbreytileikans er Stephanie Matti. Stephanie var fædd árið 1986 í Sviss en ólst upp í Nýju Suður Wales í Ástralíu. Hún kennir verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir við HÍ en hefur einnig haldið fyrirlestra um hættuástand, hörmungar og mannúðarviðbrögð. Hún er doktorsnemi við mannfræðideild HÍ þar sem hún er að rannsaka stóra sprungu fyrir ofan Svínafellsjökul og viðbrögð heimamanna við henni. Leiðbeinandi hennar er Helga Ögmundardóttir. Steph er með bachelor-gráðu í alþjóðasamskiptum frá La Trobe háskóla í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknarefni hennar þar var námugröftur í Kongó og Kínverskar fjárfestingar. Hún er með meistaragráðu í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Genf þar sem hún rannsakaði kynferðislega hegðun starfsmanna í mannúðarviðbrögðum. Hún hefur unnið í Pakistan, Myanmar og Afghanistan. Við spjölluðum við Steph um doktorsritgerðina og lífið sem starfsmaður í Pakistan, Myanmar og Afghanistan.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066