Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Tæknivarpið – iPhone dýrastur á Íslandi og í Tyrklandi – 5. maí 2017

$
0
0
Bandaríska tölvufyrirtækið Microsoft kynnti einfaldaða útgáfu af Windows, Windows 10S, á sérstökum menntaviðburði fyrirtækisins í byrjun vikunnar. Ný Surface fartölva var einnig kynnt. Tæknivarpið fjallar um menntaviðburð Microsoft í þætti dagsins auk þess að ræða ársfjórðungsuppgjör keppinautarins Apple. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson og Atli Stefán Yngvason. Þeir báru saman verð á iPhone-snjallsímanum í mismunandi löndum um allan heim og komust að þeirri staðreynd að iPhone-síminn er næstdýrastur á Íslandi. Nærri alls staðar annars staðar má fá iPhone ódýrari en hér á landi. Í nýlegri greiningu Deutsche Bank er verð snjallsíma borið saman milli 33 landa. Sá listi er ekki tæmandi og þar kemur Ísland ekki fyrir. Tæknivarpið beitti sömu aðferðafræði og í greiningu þýska bankans og komst að því að aðeins í Tyrklandi er iPhone 7 dýrari. Að lokum var rætt um stöðu Nintendo og það hvort Switch-tölvan geti mögulega bjargað fyrirtækinu. Síðustu ár hafa verið frekar slæm fyrir leikjafyrirtækið.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066