Quantcast
Channel: Hlaðvarp Heimildarinnar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066

Samtal við samfélagið – Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði

$
0
0
Lygar, bölvaðar lygar og tölfræði er staðlað svar fólks þegar tölfræðin sýnir eitthvað sem þeim er á móti skapi. Tölfræðin getur sagt okkur margt um samfélagið sem við búum í, og hefur gríðarlegan sannfæringarkraft þegar rétt er farið með hana. Vilji maður leggja eitthvað til málanna á almennum vettvangi, eða hafa áhrif á stefnumótun stjórnvalda, er oft gott að gera það vopnaður grjóthörðum tölum. Gestur Kjartans í hlaðvarpi vikunnar er Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofunni, en Kolbeinn er yfirlýstur talnafíkill sem les tölur eins og klassískur píanisti les nótur. Þeir fara út um víðan völl, en meðal umræðuefna þeirra eru ójöfnuður, landsframleiðsla, kaupmáttur ólíkra hópa og lífskjör og fátækt barna.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2066