Atli Stefán, Kristján Thors og Gunnlaugur Reynir renna yfir tæknifréttir vikuna, ásamt Daníel Ingólfssyni frá Nútímatækni. Apple er búið að senda út boðskort fyrir iPhone viðburðinn, eða “Special Event” þann 10. September. Von er á nýjum tækjum, nýjum stýriukerfum og sala hefst á Mac Pro línunni. Microsoft verður einnig með viðburð í september og mun líklega kynna nýjar Surface tölvur. Svo í lokin fjallar Daníel um rafhlaupahjólið sitt, sem hann er búinn að ná yfir 1000 km. á í sumar.
↧