Konfúsíus er að öllum líkindum áhrifamesti fræðimaður allra tíma, en í tvö þúsund ár var börnum elítunnar kennd heimspeki hans, með það að marki að gera þau að hæfum stjórnendum og góðum manneskjum. En í hverju felst konfúsíanismi, er hann trúarbrögð, stjórnmálastefna, lífsspeki eða uppeldisfræði? Og hvernig í ósköpunum tókst lágt settum embættismanni að verða að goði – tilbeðnu um alla Austur-Asíu fyrir visku sína?
Í þessum þætti verður reynt að svara þessum spurningum en fókusinn verður aðallega á sögu Kína frá því siðmenning hófst við gula fljótið þar til Liu Bang stofnaði Han-veldið. Stuðst er við þýðingar Ragnars Baldurssonar á Speki Konfúsíusar frá 2006, í beinum tilvitnunum í meistarann.
Snæbjörn Brynjarsson rithöfundur og þáttastjórnandi Sögu Japans hefur lengi verið heillaður af landinu og hér heldur hann áfram að fjalla um sögu þess og menningu.
↧